Margir vilja að Clegg segi af sér

Nick Clegg, formaður Frjálslyndra demókrata.
Nick Clegg, formaður Frjálslyndra demókrata. Mynd/AFP

Mörg hundruð meðlimir Frjálslyndra demókrata í Bretlandi kalla nú eftir því að Nick Clegg segi af sér sem leiðtogi flokksins eftir niðurstöðurnar í sveitarstjórnarkosningum í landinu nú um helgina. Alls misstu 250 sveitarstjórnarmenn sætið sitt. Þá eiga allir Evrópuþingmenn flokksins á hættu að missa sæti sitt þegar niðurstöður þingkosninganna verða gerðar opinberar á morgun. Auk þess að vera leiðtogi Frjálslyndra demókrata er Nick Clegg einnig varaforsætisráðherra, en flokkur hans situr í ríkisstjórn ásamt Íhaldsflokknum. 

Lembit Opik, fyrrum þingmaður flokksins, sagði í samtali við Sky News: „Við misstum nær 40% af öllum sveitarstjórnarsætunum okkar. Alveg sama hvaða álit Clegg hefur á sjálfum sér, það er flokknum fyrir bestu að hann segi af sér.“

Clegg sjálfur hefur sagt að það komi ekki til greina að hann segi af sér og fær hann stuðning frá Paddy Ashdown, fyrrverandi formanni flokksins. „Þetta er í raun ein heimskulegasta hugmynd sem ég hef heyrt, að við ættum að eyða sumrinu í óþarfar og skaðlegar innanhúsdeilur og leiðtogakjör,“ segir Ashdown. 

Frétt Sky News

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert