Madonna gagnrýnir forseta Malaví

Söngkonan Madonna skiptir sér af pólitíkinni í Malaví.
Söngkonan Madonna skiptir sér af pólitíkinni í Malaví. Getty Images

Söngkonan sívinsæla Madonna gagnrýnir Joyce Banda, forseta Malaví, harðlega fyrir að vilja ógilda kosningarnar sem fram fóru í landinu í seinustu viku.

Madonna, sem hefur ættleitt tvo börn frá ríkjum í suðurhluta Afríku, hefur lengi staðið í deilum við stjórnvöld í Malaví vegna góðgerðarstarfs hennar í landinu. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag sakaði hún ríkisstjórn Bandu um spillingu og að hafa brugðist almenningi í landinu.

„Mér finnst svo leitt að sjá að vegna aðgerða forstans muni fólkið í Malaví þurfa að þjást enn meira,“ sagði Madonna og bætti við: „Í góðgerðarstarfi mínu hef ég tekið eftir spillingu innan ríkisstjórnarinnar. Ég get aðeins vonað að breyting muni eiga sér stað. Malavíbúar eiga svo miklu betra skilið.“

Banda sagði að kosningarnar hefðu verið bæði „mark­laus­ar og til­gangs­laus­ar“. Hún vildi ógilda kosn­ing­arn­ar og kjósa á nýj­an leik, en stjórn­laga­dóm­stóll­inn í land­inu sagði að það bryti í bága við lög­in.

Kosið var til þings og sveit­ar­stjórna og for­seta sein­asta þriðju­dag. Þegar búið var að telja þriðjung at­kvæðanna hafði helsti leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar, Peter Mut­harika, fengið um 42% at­kvæða en Banda aðeins um 23%, að því er segir í frétt AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert