Fagnar afmælisdeginum í meðferð

Rob Ford er í meðferð.
Rob Ford er í meðferð. AFP

Rob Ford, hinn litskrúðugi borgarstjóri Toronto í Kanada, á afmæli í dag. Hann er á meðferðastofnun vegna áfengisfíknar, að eigin sögn, og mun því fagna afmælinu þar.

Ford er 45 ára í dag. Hann tók sér leyfi frá störfum til að fara í meðferð og nú er ljóst að hann mun ekki snúa aftur fyrr en eftir um 4-5 vikur að sögn bróður hans, borgarfulltrúanum Doug Ford. Ford er í endurkjöri og mun því demba sér af krafti í kosningabaráttuna er hann lýkur meðferðinni. 

Á mánudag fóru fram kappræður í sjónvarpi með öllum frambjóðendum til borgarstjóra - fyrir utan Ford. Bróðir hans segir það hafa verið „skrípaleik“.

„Allir sem ég hef talað við segja að þetta hafi bara verið skrípaleikur. Kosningabaráttan byrjar ekki fyrr en hann snýr aftur.“

Hann segir bróðir sinn nýjan og betri mann. „Þið munuð sjá nýjan Rob Ford,“ segir Doug Ford sem heimsótti bróðir sinn á meðferðarstofnunina nýlega.

Frétt Toronto Star.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert