800 börn grafin í rotþró

Úr safni.
Úr safni. AFP

Hópur baráttufólks hefur safnað fé til að reisa minnisvarða fyrir mörg hundruð ungbörn sem voru grafin á lóð við heimili fyrir ógiftar mæður í bænum Tuam í Galway-sýslu á Írlandi. 

Alls er um að ræða 796 ungbörn og börn sem voru grafin í ómerktum gröfum og í rotþró á árunum 1925 til 1961.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að sagnfræðingar hafi komist að þessu er þeir voru að rannsaka vistheimilið. Haft er eftir Catherine Corless að menn séu slegnir og miður sín vegna málsins. 

Börnin létust m.a. vegna vannæringar og smitsjúkdóma á borð við berkla og lungnabólgu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert