Segja kosningarnar skrípaleik

Sýrlendingur með kjörseðil sinn þar sem forsetaframbjóðendurnir þrír: Maher Abdel …
Sýrlendingur með kjörseðil sinn þar sem forsetaframbjóðendurnir þrír: Maher Abdel Hafiz Hajjar, Bashar al-Assad og Hassan Abdallah al-Nuri sjást á mynd. Þessi kaust greinilega Assad. AFP

Forsetakosningar eru hafnar í Sýrlandi og er ekki talið að neinn ógni setu  Bashars al-Assads á forsetastóli enda talar stjórnarandstaðan um að kosningarnar séu ekkert annað en skrípaleikur.

Alls eru kjörstaðirnir níu þúsund og aðeins er kosið á þeim stöðum þar sem stjórnvöld ráða ríkjum. Stjórnarandstaðan hefur beðið fólk að hunsa kosningarnar. Stjórnmálaskýrendur segja kosningarnar ekki gera neitt annað en að framlengja það skelfilega stríð sem ríkir í landinu og hefur staðið í rúm þrjú ár.

Langar biðraðir hafa myndast á kjörstöðum í Damaskus þar sem veggspjöld og auglýsingar sýna forseta landsins í dýrðarljóma. Auk hans eru myndir af tveimur óþekktum frambjóðendum á kjörstöðum.

AFP-fréttastofan ræddi við fertuga konu, Nadiu Hazim, þar sem hún var að kjósa í miðborg Damaskus í Bassel al-Assad-skólanum. Hún sagðist að sjálfsögðu myndu kjósa Assad sem forseta. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert