Ráðherrar fjúka vegna slyss

Park Geun-Hye forseti Suður-Kóreu.
Park Geun-Hye forseti Suður-Kóreu. AFP

Forseti Suður-Kóreu, Park Geun-Hye, hefur gert breytingar á ríkisstjórn landsins en með þessu vill hún svara gagnrýni sem ríkisstjórn hennar hefur fengið á sig vegna þess hvernig tekið var á málum þegar ferjan Sewol sökk. Fyrsta skaðabótamálið gegn stjórnvöldum og ferjufyrirtækinu var þingfest í dag.

Park skipti út sjö ráðherrum en þetta er í fyrsta skipti sem hún gerir breytingar á ríkisstjórninni frá því hún tók við sem forseti landsins í febrúar í fyrra. Meðal annars var fjármálaráðherranum skipt út.

Móðir eins fórnarlambs ferjuslyssins höfðaði fyrsta málið sem tekið er fyrir gegn stjórnvöldum og ferjufyrirtækinu í dag en alls fórust tæplega 300 í slysinu. Flestir sem létust voru skólabörn á leið í frí.

Fjölmargir ættingjar þeirra sem fórust fylgjast með réttarhöldum yfir stjórnendum …
Fjölmargir ættingjar þeirra sem fórust fylgjast með réttarhöldum yfir stjórnendum ferjunnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert