Bandarískt herlið sent til Íraks

Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda 275 bandaríska hermenn til Bagdad, höfuðborgar Íraks, vegna ástandsins í landinu en uppreisnarmenn úr röðum súnní-múslima hafa lagt undir sig stór svæði í landinu að undanförnu. Hafa þeir hertekið ýmsar borgir og stefna á höfuðborgina.

Obama tilkynnti leiðtogum Bandaríkjaþings um áform sín í dag en hermönnunum er ætlað að tryggja öryggi bandarískra þegna í landinu og verja sendiráð Bandaríkjanna. Forsetinn tók sérstaklega fram að hermennirnir væru undir það búnir að taka þátt í átökum. Herliðið yrði í Írak þar til þess yrði ekki lengur þörf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert