Filippus krýndur konungur Spánar

Felipe kóngur og Letizia drottning Spánar.
Felipe kóngur og Letizia drottning Spánar. AFP

Filippus sjötti var í morgun krýndur konungur Spánar. Tekur hann við krúnunni af föður sínum, Jóhanni Karli, sem var konungur Spánar í 39 ár. Jóhann Karl tilkynnti í byrjun mánaðarins að hann ætlaði að stíga af stóli. 

Filippus heitir fullu nafni Felipe Juan Pablo Alfonso de Todos los Santos de Borbón y de Grecia. Kona hans heitir Letizia Ortiz Rocasolano, eða Letizia drottning. Dætur þeirra heita Leonor, nú krónprinsessa og Sofia, prinsessa. 

Frétt mbl.is: Ljóshærða stúlkan sem erfir krúnuna

Frétt mbl.is: Dýrkeypt fall af konungsstóli

Frétt mbl.is: Vinsæll krónprins tekur við völdum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert