Yfir 50 milljónir á vergangi

Yfir 50 milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna stríðsátaka eða annarra hörmunga og voru á vergangi í lok síðasta árs.

Fjöldinn hefur ekki verið svo mikill frá lokum seinni heimstyrjaldar. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem birtar voru í dag, á degi flóttamannsins.

51,2 milljónir manna voru fjarri heimilum sínum í lok síðasta árs. Það eru sex milljónum fleiri en árið á undan. Átökin í Sýrlandi eru talin útskýra fjölgunina. Frá því að stríðið hófst í landinu í mars árið 2011 hafa 2,5 milljónir manna flúið Sýrland.

Um 6,3 milljónir manna hafa verið skilgreindir flóttamenn árum, eða jafnvel áratugum saman. 

Yfir 50 milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín …
Yfir 50 milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna stríðsátaka. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert