183 dæmdir til dauða 15 mínútum

Egypsk­ur dóm­stóll staðfesti í dag dauðadóm yfir 183 liðsmönnum Bræðralags múslima, þar á meðal Mohamed Badie æðsta trú­ar­leiðsögumanni bræðralagsins. Þinghaldið tók aðeins um stundarfjórðung en þeir sem líflátnir verða voru sakfelldir fyrir aðild að morði og morðtil­raun á lög­reglu­mönn­um í Minya héraði þann 14. ág­úst í fyrra.

Sami dómstóll dæmdi í apríl 683 liðsmenn Bræðralags múslima til dauða vegna sama máls. Í dag mildaði dómstóllinn hins vegar refsingu fjögurra í lífstíðarfangelsi og sýknaði 496 þeirra sem upphaflega voru dæmdir.

Í mars voru 529 stuðnings­menn Mohameds Mors­is, sem svipt­ur var embætti for­seta 3. júlí í fyrra, dæmd­ir til dauða, en í apríl voru refs­ing­ar 492 þeirra mildaðar úr dauðarefs­ingu í lífstíðarfang­elsi í flest­um til­vik­um. 

Þeir sem dæmd­ir voru til dauða í dag voru flest­ir ákærðir fyr­ir aðild að morði og morðtil­raun á lög­reglu­mönn­um í Minya héraði þann 14. ág­úst í fyrra þegar lög­regla drap hundruð stuðnings­manna Mors­is í átök­um í Kaíró. 

Egypsk yf­ir­völd hafa gengið hart fram gegn Bræðralagi mús­líma eft­ir að Mohamed Morsi var steypt af stóli. Þúsund­ir manna hafa verið hand­tekn­ar og þar á meðal eru nán­ast all­ir póli­tísk­ir for­ustu­menn þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert