Netverslun lokuð vegna bruna

ASOS er ein stærsta netverslun Bretlands
ASOS er ein stærsta netverslun Bretlands Ljósmynd/Wikipedia

Engar pantanir eru nú teknar og sendingum seinkar hjá netversluninni ASOS í kjölfar bruna í stóru vöruhúsi fyrirtækisins í Bretlandi síðasta föstudagskvöld. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Mikið tjón varð á vöruhúsinu í bænum Barnsley í Suður-Yorkshire sýslu, en það er talið innihalda um tíu milljónir kassa af fatnaði. Lögregluyfirvöld á svæðinu telja að um íkveikju sé að ræða. 

Þegar heimasíða ASOS er opnuð er ekki hægt að versla föt, heldur birtast einungis skilaboð þess efnis að síðan sé tímabundið lokuð vegna bruna og reynt verði að koma sölu í stand sem fyrst. ASOS er ein stærsta netverslun Bretlands, en þar starfa yfir 4.000 manns.

Frétt BBC

Textinn sem kemur upp þegar farið er inn á netverslunina
Textinn sem kemur upp þegar farið er inn á netverslunina asos.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert