Leggur áherslu á Bandaríki Evrópu

Matteo Renzi.
Matteo Renzi. AFP

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að leggja áherslu á að Evrópusambandið verði að Bandaríkjum Evrópu á meðan hún fer með forsætið innan sambandsins á síðari helmingi þessa árs. 

Þetta er haft eftir Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Önnur áherslumál Ítala verða aukinn hagvöxtur í stað aðhaldsaðgerða og aukið samstarf vegna straums flóttamanna frá Afríku til Evrópu. Haft er ennfremur eftir Renzi að aukinn samruni innan Evrópusambandsins sé eina lausnin á vandamálum þess. Vegna framtíðar barna sinna segist hann dreyma um Bandaríki Evrópu (United States of Europe) og vinna að því markmiði.

Hvatti Renzi ennfremur aðra forystumenn innan Evrópusambandsins til þess að gera slíkt hið sama. Mikilvægt væri að leggja áherslu á að Evrópuríki ættu ekki aðeins sameiginlega fortíð heldur sameiginleg örlög. Þetta er í fyrsta sinn sem ríkisstjórn innan sambandsins setur sér slíkt markmið en áður hafa ýmsir forystumenn innan þess hvatt til hins sama.

Frétt mbl.is: Byggð verði upp Bandaríki Evrópu

Frétt mbl.is: Stefna verði að sameiningu Evrópu

Frétt mbl.is: Vill sjá Bandaríki Evrópu verða til

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert