Móðirin handtekin að nýju

Meriam Yahia Ishag var dæmd fyrir hórdóm og að hverfa …
Meriam Yahia Ishag var dæmd fyrir hórdóm og að hverfa frá íslam. AFP

Kona, sem sleppt var úr fangelsi í Súdan í gær, hefur verið handtekin aftur. Konan var dæmd til dauða fyrir guðlast, fyrir að snúa til kristinnar trúar frá íslam.

Þetta kemur fram í frétt BBC. Hefur fréttastofan þetta eftir ættingja konunnar. Þeir segja hana hafa verið handtekna á flugvellinum í Khartoum.

Meriam Ibrahim var dæmd til hengingar í maí. Málið vakti mikla athygli og reiði víða um heim. 

Ættingjar hennar segja að hún hafi verið handtekin á flugvellinum ásamt börnum sínum tveimur og eiginmanni.

Ibrahim fæddi barn í fangelsinu.

Fréttir mbl.is:

Dauðadæmdri móður sleppt úr haldi

Daniel Wani, eiginmaður, Ibrahim, með dóttur þeirra nýfædda í fanginu.
Daniel Wani, eiginmaður, Ibrahim, með dóttur þeirra nýfædda í fanginu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert