Styðja tilnefningu Snowdens til friðarverðlauna

Edward Snowden
Edward Snowden AFP

Hópur norskra lögfræðinga hefur nú stigið fram til þess að styðja tilnefningu Edwards Snowdens til friðarverðlauna Nóbels. Norski lagaprófessorinn Terje Einarsen tilnefndi Snowden til Nóbelsnefndarinnar í janúar með fjögurra blaðsíðna greinargerð. Mikil umræða geisar nú í Noregi um það hvort heppilegt sé að Snowden hljóti verðlaunin. 

Í greinargerð sinni líkir Edvardsen Snowden við Carl von Ossietzky, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1938 eftir að hann upplýst heimsbyggðina um uppbyggingu þýska flughersins. Einarsen er ekki sá eini sem hefur tilnefnt Snowden til verðlaunanna, en hver sem er getur sent inn tilnefningu til nefndarinnar. Þingmennirnir norsku, Bård Vegar Solhjell og Snorre Valen tilnefndu hann einnig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert