Ástin svífur yfir vötnum í Toronto

Alls voru 115 samkynhneigð pör gefin saman í kanadísku borginni Toronto í gær og komu brúðhjónin alls staðar að úr heiminum.

Um er að ræða viðburð á WorldPride hátíðinni í borginni og að sögn gesta var það ást og hamingja sem sveif yfir vötnum en alls voru yfir eitt þúsund gestir við athöfnina.

Athöfninni var stýrt af leiðtogum tólf ólíkra trúarhreyfinga, svo sem búddista, gyðinga, íslam og kristinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert