Hætti að fangelsa samkynhneigða

Kynmök einstaklinga af sama kyni eru ólögleg og refsiverð í …
Kynmök einstaklinga af sama kyni eru ólögleg og refsiverð í Marokkó. AFP

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch skoruðu í dag á yfirvöld í Marokkó til að hætta að saksækja og fangelsa fólk vegna kynhneigðar, eftir að áfrýjunarréttur staðfesti sakfellingu yfir 6 mönnum sem ákærðir voru fyrir kynferðisathafnir með sama kyni.

„Marokkósk yfirvöld ættu að hætta að saksækja og fangelsa fólk fyrir náin samskipti milli viljugra, fullorðinna einstaklinga,“ segir svæðisstjóri HRW í Norður-Afríku, Sarah Lea Whitson. „Hver svo sem kynhneigð þessara sex mann er þá ætti þeim ekki að vera refsað vegna hennar í dómskerfinu.“

Þrátt fyrir að Marokkó hafi á sér orð fyrir nokkuð frjálslyndi, miðað við aðrar Arabaþjóðir, eru þar engu að síður íhaldssöm stjórnvöld. Flokkur íslamista leiðir ríkisstjórnina, og samkvæmt lögum eru kynmök einstaklinga af sama kyni ólögleg og refsiverð með allt að 3 ára fangelsisdómi.

Dómstóll í Faquih Bensalah, suður af borginni Rabat, dæmdi í menn sexmennina í allt frá 1 til 3 ára fangelsi og að þeir skyldu gerðir útlægir úr bæjarfélaginu. Áfrýjunardómstóll í Beni Mellal staðfesti sakfellinguna 2. júlí en mildaði dómana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert