Hvaða nám skilar hæstu tekjunum?

Mynd/NEWSIS

Bandaríska menntamálaráðuneytið hefur nú gert könnun um framtíðartekjur námsmanna með tilliti til þess hvaða námsbraut þeir velja sér. Þá voru framtíðartekjur nemenda einnig greindar eftir kynþáttum. 

Niðurstöðurnar voru fengnar með því að skoða hvernig þeim nemendum vegnaði sem útskrifuðust úr menntaskóla (college) árið 2008. Í ljós kom að aðeins 16% af menntaskólanemendum völdu sér fög á sviði raunvísindavísinda, til dæmis verkfræði eða stærðfræði. Þessir nemendur reyndust í dag hafa 65 þúsund dollara í laun á ári, miðað við meðaltalið, 49,5 þúsund dollara. 

Einnig fannst fylgni milli þess að nemendur lærðu sérhæfðar greinar, til dæmis tölvunar- og upplýsingafræði, og hás atvinnustigs og hárra launa. Þeir sem lærðu slíkar sérhæfðar greinar voru með árslaun að meðaltali upp á 72,6 þúsund dollara. 

Þeir sem lærðu hugvísindi voru með mun lægri meðallaun, eða um 43,1 þúsund dollara. 

Könnunin leiddi einnig í ljós að nemendur af asískum uppruna voru að meðaltali með hæstu launin, eða um 62,5 þúsund dollara. Svartir nemendur reyndust hafa lægstu launin eða 48,8 þúsund dollara. 

Konur voru að  meðaltali með lægri laun en karlar. Voru þær með að meðaltali 47,4 þúsund dollara, rúmlega 10 þúsund dollurum lægra en karlarnir sem voru með 57,8 þúsund. 

Sjá frétt CBS-news

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert