Telja fjölmiðlaathyglina of mikla

Hluti þeirra sem óskað var eftir að myndu bera vitni við réttarhöldin yfir hlauparanum Oscar Pistorius hafa neitað vegna þeirrar miklu fjölmiðlaathygli sem fylgir þeim, segir lögmaður Pistorius, Barry Roux.

Þau vilja ekki að rödd þeirra hljómi um allan heim, sagði Roux við réttarhöldin í dag. Hlé verður gert á réttarhöldunum til 7. ágúst en þá lýkur aðalmeðferð málsins og verjendur og sækjendur flytja lokaorð sín, samkvæmt frétt BBC.

Pistorius er ákærður fyrir að hafa myrt kær­ustu sína, Reevu Steenkam, í febrúar í fyrra en þau höfðu verið par í þrjá mánuði er hann skaut hana til bana. Pistorius segir að um óviljaverk hafi verið að ræða, hann hafi haldið að um innbrotsþjóf væri að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert