Sex bræður og faðir þeirra féllu

Frá miðnætti í gær fram á miðjan dag í dag skutu Hamas liðar í Palestínu um 130 flugskeytum á suðurhluta Ísrael, og ísraelski flugherinn varpaði á móti 150 sprengjum á móti. Á Gaza særðust 80 auk þess sem 12 manns létu lífið.

Meðal hinna látnu á Gaza eru sex bræður og faðir þeirra, en hann var meðlimur í Fatah-hreyfingunni. Allir sjö eru sagðir hafa verið skæruliðar Hamas. Heimili þeirra virðist hafa verið skotmarkið, en auk feðganna sjö særðust 25 manns þegar sprengjan féll. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert