112 látnir eftir 5 daga loftárásir

Nú þegar fimm dagar eru liðnir síðan Ísraelsher hóf loftárásir á Gaza er tala látin orðin 112, samkvæmt talsmanni heilbrigðisráðneytisins, Ashraf al-Qudra. Sjö manns létu lífið í dag.

Fórir dóu í borginni Jebaliya á norðurhluta svæðisins og tveir öllu sunnar í Deir el Balah. Stuttu síðar lét 17 ára gamall drengur lífið í loftárás á Gazaborg. Þar með eru 112 Palestínumenn látnir.

Ísraelsmeginn hefur ekkert dauðsfall orðið þrátt fyrir að Hamas-liðar hafi alls skotið 520 skammdrægum loftskeytum í átt að byggð þar. 140 til viðbótar hafa verið skotnar niður af varnarkerfi Ísraleshers. Einn ísraelskur hermaður hefur hinsvegar særst alvarlega og sömuleiðis einn almennur borgari, sem særðist þegar sprengja lenti við bensínstöð í borginni Ashdod í morgun.

Síðustu 5 dagar eru þeir blóðugustu á svæðinu síðan í nóvember 2012. Ísraelsk stjórnvöld hafa heimilað að 40.000 hermenn verði kallaðir út og hóta því að gera innrás á jörðu niðri til þess að brjóta Hamas-liða á  bak aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert