Tvö ungmenni dóu úr of stórum skammti

Ljósmynd/Tollstjóri

Tvö ungmenni fundust látin í hótelbergeri í Luleå í Svíþjóð á fimmtudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fundust töflur í herberginu og er talið að fólkið hafi látist úr of stórum skammti. segir frétt DN.se. Ungmennin voru fædd 1995 og 1986.

Ekki er vitað um hvaða tegund lyfja er að ræða en búið er að senda töflurnar í rannsókn. Yfirmaður rannsóknarlögreglunnar segir fátt hægt að segja á þessu stigi málsins um rannsóknina en allt bendi til þess að dauðdagi þeirra hafi borið skjótt að og um stórhættuleg lyf sé að ræða.  Lögreglan varar fólk við því að taka nokkuð inn sem það þekkir ekki. 

Fólk kaupi alls konar efni í gegnum netið án þess að hafa hugmynd um hvaða efni sé að ræða. Alls konar læknadóp sé í umferð sem getur verið skaðlaust eitt og sér en þegar því er blandað með öðrum efnum geti það orðið lífshættulegt. Á hverju ári komi nokkur slík mál upp í Svíþjóð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert