Porosénkó og Pútín saman á HM

Forseti Úrkaínu hefur líkt og forseti Rússlands þegið boð um að fylgjast með úrslitaleiknum á HM í knattspyrnu annað kvöld.

Talsmaður forseta Brasilíu staðfestir í samtali við AFP fréttastofuna í dag að Petro Porosénkó, forseti Úkraínu, hefði þegið boðið líkt og Vladimír Pútín, forseti Rússlands.

Báðir munu þeir mæta í hádegisverð hjá forseta Brasilíu, Dilmu Rousseff, líkt og aðrir þjóðarleiðtogar sem hafa boðað komu sína leikinn þar sem Þýskaland og Argentína berjast um heimsmeistaratitilinn. Meðal þeirra sem mæta er kanslari Þýskalands, Angela Merkel.

Rússar munu halda næstu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu (2018). Pútín er á ferðalagi um rómönsku Ameríku og var á Kúbu í gær og fór þaðan í óvænta heimsókn til Nikvaraga, fyrstur rússneskra leiðtoga. Hann er nú í Argentínu þar sem hann á fund með forseta landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert