11 handboltadrengir horfnir á Jótlandi

Frá Kaupmannahöfn í Danmörku
Frá Kaupmannahöfn í Danmörku Yadid Levy/Norden

Lögreglan á Norður-Jótlandi leitar nú ellefu indverskra pilta á aldrinum 14-16 ára en ekkert hefur spurst til þeirra í tæpan sólarhring. 

Þjálfari þeirra tilkynnti hvarf þeirra um ellefuleytið í gærmorgun en þeir voru þátttakendur á handboltamóti í Dronninglund á Norður-Jótlandi.

Samkvæmt frétt Politiken hefur lögregla ekki fengið neinar vísbendingar um hvar drengirnir halda sig, að sögn Pers Jørgensens, varðstjóra í lögreglunni.

Lýst hefur verið eftir drengjunum á flugvöllum, lestarstöðvum og hjá lögregluembættum um alla Danmörku.

Þjálfarar drengjanna yfirgáfu landið síðdegis í gær eftir að hafa verið yfirheyrðir af lögreglu. Þeir höfðu leitað drengjanna án árangurs og ákváðu loks að leita til lögreglunnar.

Frétt Politiken

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert