Eiginkonan sökuð um morð

Mynd/Wikipedia

Kona sem hringdi í neyðarlínunna og tilkynnti að maðurinn hennar hefði framið sjálfsvíg hefur nú verið handtekin, grunuð um að hafa myrt hann. Hún hringdi í neyðarlínuna og sagðist hafa komið að honum þar sem hann lá með iðnaðarplast vafið um höfuðið. Sagðist hún hafa fundið miða frá honum þar sem hann sagðist vera skuldum vafin og engin önnur leið væri út úr vandræðunum. 

Lögreglan hóf rannsókn á andláti mannsins og í ljós kom að hann hafði verið skotinn með rafbyssu áður en plastið var sett utan um höfuðið á honum. Þá fundust fleiri sár á líkama hans sem bentu til þess að hann hafði orðið fyrir líkamsárás áður en hann lést. 

Sjá frétt CBS-news

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert