6 af 11 drengjum komnir í leitirnar

Aðaljárnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn.
Aðaljárnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Sex af ellefu handboltadrengjum sem hurfu á laugardag á Jótlandi eru nú fundnir. Tveir þeirra komu í leitirnar snemma í morgun á aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn. Fjórir þeirra fundust í gærkvöldi í miðstöð síka í Vanløse. Drengirnir, sem eru indverskir og á aldrinum 13-20 ára, segjast hafa flúið barsmíðar þjálfara síns. 

Það var starfsmaður dönsku járnbrautanna (DBS) sem tók eftir drengjunum á járnbrautarstöðinni í morgun og lét lögreglu vita. 

Tilkynnt var um hvarf piltanna á laugardag, en þeir höfðu tekið þátt í alþjóðlegu handboltamóti í Dronninglund á Norður-Jótlandi. Þeir áttu að taka lest frá Álaborg til Kaupmannahafnar síðdegis á laugardag og fljúga þaðan til Indlands. Þjálfarar liðsins fóru án drengjanna, þar sem hvorki fannst tangur né tetur af þeim.

Piltarnir eru allir í haldi lögreglu og tekur lögreglan það fram að þeir hafi ekki gerst brotlegir við lög. Lögreglan vonast nú til þess að þeir fimm sem enn eru ófundnir komi fljótt í ljós, en vegabréfsáritun þeirra í Danmörku gildir til miðvikudags.

Frétt Politiken

11 handboltadrengir horfnir á Jótlandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert