Reynt að koma Costa Concordia

Vinna hófst við að reyna að ná flaki ítalska skemmtiferðaskipsins Costa Concordia á flot í morgun en skipið hefur hvílt í votri gröf í tvö og hálft ár.

Costa Concordia strandaði skammt frá eyjunni Giglio úti fyrir strönd Toscana í janúar 2012 og fórust 32. 

„Ég er dálítið taugaóstyrkur,“ sagði Nick Sloane sem stýrir björgunaraðgerðum en aldrei áður hefur verið reynt að ná á flot jafnstóru skipi með þessum hætti. Fjölmargir fjölmiðlar fylgdust með aðgerðunum í morgun en talið er að það taki sex til sjö daga að ná skipinu á flot. Siglt verður með það í togi til Genóa þar sem það fer í brotajárn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert