Baða sig í sprengjugígunum

Börnin í Aleppo stinga sér til sunds í sprengjugígunum sem …
Börnin í Aleppo stinga sér til sunds í sprengjugígunum sem mannskæðar sprengjurnar skilja eftir sig. Mynd/AFP

Hart hefur verið barist í næststærstu borg Sýrlands, Aleppo, undanfarin tvö ár. Eru mörg hús gerónýt, verslanir jafnaðar við jörðu og vegir sundursprengdir. Vatnið sem safnast í sprengjugígunum er vissulega skítugt, en veitir börnunum sem baða sig kærkomið frí frá áhyggjum og hræðslu. 

„Hér áður fyrr syntum við í sundhöllunum í borginni. Nú er forsetinn, Bashar al-Assad, að reyna að sprengja okkur í loft upp og við getum því baðað okkur í gígunum sem sprengjurnar skilja eftir sig,“ segir hinn tólf ára gamli Abdel Qader. Mikill skortur er á drykkjarvatni og rafmagni í borginni. Hitinn á daginn fer oft yfir 30 gráður. 

Fleiri en 2 þúsund manns hafa látist í Aleppo á síðastliðnum sjö mánuðum eftir að ríkisstjórnarherinn gerði áhlaup á borgina og freistaði þess að ná yfirráðum yfir henni á ný eftir að hafa misst hana í hendur uppreisnarmanna. 

Sjá frétt Aftenposten

Mynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert