Bitin af lögregluhundi og lést

Þýskur fjárhundur.
Þýskur fjárhundur. Af Wikipedia

73 ára bresk kona lést eftir að hafa verið bitin af lögregluhundi sem var notaður til að leita að manni við heimili hennar í Middlesbrough.

Konan hét í Irene Collins og hundurinn sem á hana réðst var þýskur fjárhundur. Hún hafði gefið lögreglunni leyfi til að fara inn í garðinn hennar er lögreglumenn voru að elta mann grunaðan um fíkniefnamisferli sem hafði sloppið úr haldi. Atviki átti sér stað í síðustu viku en konan lést á sjúkrahúsi um helgina.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar um málið segir að hundurinn sé ekki lengur í vinnu fyirr lögregluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert