Breivik séð villu síns vegar

Fjöldamorðinginn And­ers Behring Brei­vik hefur séð villu síns vegar og hafnar nú ofbeldi af öllu tagi. Þetta sagði Tord Jordet, lögmaður hans, í samtali við AFP-fréttaveituna í dag, þegar norska þjóðin minntist þess að þrjú ár eru í liðin frá fjölda­morðunum í Útey.

Það var ungliðahreyf­ing norska Verka­manna­flokks­ins sem var við sum­ar­dvöl í Útey þegar And­ers Behring Brei­vik gekk þar á land og hóf skot­hríð með þeim af­leiðing­um að 69 létu lífið. Sjö til viðbót­ar dóu í sprengju­árás Brei­viks á stjórn­ar­ráðsbygg­ing­arn­ar í miðborg Ósló­ar fyrr um dag­inn.

Mark­mið Brei­viks með voðaverk­un­um var að út­rýma kyn­slóð framtíðar­stjórn­mála­manna sem stuðla myndu að frek­ari fram­gangi jafnaðar­stefnu og fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lags í Nor­egi.

Lögmaður Breiviks sagði hann hafa áttað sig á að ofbeldi leysi engan vanda, hann hafnaði því ofbeldi með öllu og hvetur ekki aðra til þess að beita ofbeldi. Að öðru leyti vildi Jordet ekki tjá sig og sagði að daginn ætti að tileinka þeim sem létust og fjölskyldum þeirra.

Frétt mbl.is: Norðmenn berjast enn gegn hatrinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert