Fundu 85 poka fulla af líkamsleifum

Pokarnir innihéldu m.a. höfuðkúpur.
Pokarnir innihéldu m.a. höfuðkúpur. Ljósmynd/Wikipedia

Átta voru handteknir í Tansaníu í dag í kjölfar þess að 85 pokar fullir af líkamsleifum fundust á urðunarstöð í úthverfi borgarinnar Dar es Salaam. Pokarnir innihéldu m.a. útlimi, fingur og höfuðkúpur samkvæmt tilkynningu frá lögregluyfirvöldum í landinu. Ekki er ljóst hversu mörg lík eru í pokanum, en hver þeirra mun hafa innihaldið nokkur kíló af holdi.

Pokarnir hafa nú verið fluttir á Muhimbili-sjúkrahúsið til skoðunar, en samkvæmt lögreglustjóra á svæðinu voru líkamsleifarnar þurrar og af þeim lítil ólykt. Hann bætti því við að lögregla hefði enn enga vitneskju um hvers vegna leifarnar væru í pokunum eða hvers vegna þeim hefði verið komið fyrir á staðnum, en hinir handteknu væru væru nú yfirheyrðir vegna málsins. 

Algengt er að albínóar séu myrtir og limlestir í Tansaníu, en margir landsmenn telja að galdrabrögð tengd líkamsleifum þeirra leiði til gæfu og velsældar. Lögregla hefur þó ekki viljað tjá sig um hvort um morð af þessu tagi gæti verið að ræða.

Dar es Salaam er stærsta borg Tansaníu.
Dar es Salaam er stærsta borg Tansaníu. Ljósmynd/Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert