Dauðadæmdur fangi kvaldist í tvær klukkustundir

Joseph Woods
Joseph Woods Mynd/Reuters

Hinn dauðadæmdi Joseph Woods kvaldist í tvær klukkustundir eftir að hafa fengið banvænan skammt af lyfjum. Lyfjablandan, sem átti að taka líf hans snöggt og án sársauka, hafði ekki tilætluð áhrif og engdist hann um og tók andköf í næstum því tvær klukkustundir áður en hann lést.

Eftir að hafa engst um í 70 mínútur bað lögmaður mannsins um að aftakan yrði stöðvuð. Var sú beiðni ekki tekin til greina og mátti hann engjast um í 50 mínútur til viðbótar áður en hann lést að lokum. 

Segir lögmaður hans að þetta sé klárt brot á stjórnarskrárvörðum rétti skjólstæðings síns til þess að verða ekki tekinn af lífi á sársaukafullan, ómannúðlegan hátt.

Er þetta ekki í fyrsta skipti sem aftaka misheppnast með þessum hætti. Í síðasta mánuði misheppnaðist aftaka Claytons Locketts með lyfjablöndu. Sá maður lifði aftökuna af, en dó stuttu síðar úr hjartastoppi. Lögmaður Locketts orðaði það svo að hann hafi verið pyntaður til dauða

Sjá frétt NY Daily News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert