Finnskar konur drepnar í Afganistan

Lík finnsku kvennanna tveggja voru flutt á líkhús sjúkrahússins í …
Lík finnsku kvennanna tveggja voru flutt á líkhús sjúkrahússins í Herat í morgun. AFP

Tvær finnskar konur sem unnu við hjálparstarf í Afganistan voru skotnar til bana í borginni Herat í morgun. Ekki er vitað hverjir árásarmennirnir eru og enginn hefur lýst ábyrgð sinni.

Konurnar unnu fyrir kristnu sjálfboðaliðasamtökin International Assistance Mission (IAM), sem hafa áður verið skotmark talíbana, því fyrir nokkrum árum voru 8 erlendir læknar á þeirra  vegum drepnir. Skæruliðarnir sögðu ástæðuna þá að læknarnir hefðu verið trúboðar.

Finnsku konurnar tvær voru geðlæknar og voru á ferð í leigubíl í morgun þegar vopnaðir menn á mótorhjólum réðust að bílnum, skutu þær til bana og óku burt. Lögregla í Herat leitar þeirra, að sögn yfirvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert