Banna mótmæli gegn hernaði Ísraela

Frá Gaza.
Frá Gaza. AFP

Lögreglan í Frakklandi sagði að fyrirhuguð mótmæli gegn sókn Ísraelshers á Gaza hefðu verið bönnuð eftir að mótmælendur hófu að beita ofbeldi á svipuðum mótmælafundum.

Skipuleggjendur mótmælanna kærðu ákvörðunina samstundis að sögn lögfræðings þeirra.

Þrenn mótmæli, sem fóru fram fyrr í mánuðnum til stuðnings Palestínumönnum leystust upp í átök. Tvenn þeirra höfðu þegar verið bönnuð. Mótmælendur tókust meðal annars á við lögreglu og hrópuðu slagorð gegn gyðingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert