Fór í umskurð og missti typpið

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Læknar á sjúkrahúsi í Alabama eru sakaðir um að hafa skorið typpi af manni sem þangað kom til að vera umskorinn.

Maðurinn, Johnny Lee Banks, og eiginkona hans hafa höfðað mál gegn sjúkrahúsinu, segir í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar.

Samkvæmt málsskjölum kom Banks á sjúkrahúsið, Princeton Baptist, í hefðbundinn umskurð, þ.e. fjarlægja átti forhúð af getnaðarlim hans. Hann heldur því hins vegar fram að limurinn hafi hreinlega verið skorinn af.

Sjúkrahúsið viðurkennir ekki að aðgerðin hafi mistekist jafn herfilega og maðurinn heldur fram og segist ætla að verjast málsókninni af hörku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert