Blóðugasta vikan í Sýrlandi

Frá átökunum í Sýrlandi.
Frá átökunum í Sýrlandi. AFP

Síðasta vika var ein sú blóðugasta frá því að stríðið í Sýrlandi hófst fyrir rúmum þremur árum síðan. Talið er að yfir 1.700 manns hafa fallið í átökum í seinustu viku, að því er segir í frétt AFP. Milljónir manna eru jafnframt á flótta.

Í gær náðu menn úr röðum íslömsku öfgasamtakanna ISIS stórri herstöð í nágrenni borgarinnar Ar-Raqqah í norðurhluta Sýrlands á sitt vald. Þeir birtu hryllilegar myndir af því þegar stuðningsmenn sýrlensku stjórnarinnar voru höfuðhöggnir eftir að baráttunni um herstöðina lauk.

ISIS hefur náð stórum hluta af landsvæðinu í kringum Ar-Raqqa undir sitt vald. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert