Fundu seinni flugrita vélarinnar

AFP

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa fundið seinni flugrita farþegavélar Air Algerie, sem hrapaði í Malí á fimmtudag. Fyrsti flugritinn fannst í gær, að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna.

Enginn komst lífs af þegar vélin hrapaði. Um borð voru 116 manns, 110 farþegar og sex manna áhöfn. Þeir sem fórust voru af 54 þjóðernum en flestir þeirra voru Frakkar.

Vél­in hrapaði skammt frá landa­mær­un­um að Búrkína Faso. Þaðan var hún á leið til Alsír.

Sam­band rofnaði við vél­ina um fimmtíu mín­út­um eft­ir flug­tak. Flug­menn höfðu átt í samskipt­um við flug­um­ferðar­stjórn vegna slæms veðurs yfir Sa­hara-eyðimörk­inni. Vél­in breytti um stefnu vegna veðurs­ins og er talið líklegt að hún hafi jafnframt hrapað vegna þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert