Obama á bannlista Tsjetsjeníu

Barack Obama stígur út úr forsetaflugvélinni Air Force One.
Barack Obama stígur út úr forsetaflugvélinni Air Force One. AFP

Barack Obama Bandaríkjaforseta hefur verið bannað að ferðast til sjálfstjórnarlýðveldisins Tsjet­sjen­íu vegna viðbragða yfirvalda í Bandaríkjunum við átökunum í Úkraínu. Þessu lýsti Ramzan Kadyrov, forseti Tsjet­sjen­íu, yfir á Instagram síðu sinni í dag.  The Guardian greinir frá þessu.

Á bannlista Kadyrov má einnig finna José Manuel Barroso, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, Herberg Van Rompuy, forseta Evrópuþingsins, og Catherine Ashton, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins.

Kadyrov skrifaði á Instagram-síðu sína að bannið væri komið til vegna aðgerða Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í Úkraínu, Líbýu, Sýrlandi, Írak og Afganistan, en hann segir aðgerðirnar vera hryðjuverk.

Bannið kemur eftir tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Rússlands í gær sem sagði Bandaríkin ábyrg fyrir ástandinu í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert