Obama þrýstir á Ísraelsmenn

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ræddi símleiðis við Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í kvöld og þrýsti á hann að koma á tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs til langframa.

Þá fordæmdi forsetinn jafnframt flugskeytaárásir liðsmanna samtakanna Hamas á Ísrael og ítrekaði að ísraelskir borgarar hefðu rétt á því að verja sjálfa sig.

Liðsmenn Hamas héldu árásum sínum áfram í dag, þrátt fyrir að hafa fallist á beiðni Sameinuðu þjóðanna um eins sólarhrings vopnahlé í morgun. Ísraelsher svaraði árásunum af fullum krafti, en nokkrir Palestínumenn féllu í loftárásum hersins í dag.

Í símtalinu við Netanyahu lýsti Obama einnig miklum áhyggjum yfir þróuninni á Gaza-svæðinu. Hann sagði það vera áhyggjuefni að tala látinna færi ört hækkandi dag frá degi. Mikilvægt væri að binda enda á blóðbaðið sem allra fyrst og boða vopnahlé.

1.030 Palestínu­menn hafa látið lífið í hernaðaraðgerðum Ísra­els­hers á Gaza-svæðinu. 43 ísra­lesk­ir her­menn hafa fallið í átök­un­um og tveir óbreytt­ir, ísra­elsk­ir borg­ar­ar. Á morg­un verða þrjár vik­ur liðnar síðan her ísra­leskra stjórn­valda lét fyrst til skar­ar skríða á Vesturbakkanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert