Rafmagnslaust í nágrenni Oslóar

Frá Gardemoen-flugvellinum í Osló.
Frá Gardemoen-flugvellinum í Osló. SCANPIX

Rafmagnslaust varð á Gardemoen-flugvellinum í Ósló, höfuðborg Noregs, í dag og greip nokkur ótti um sig meðal gesta flugvallarins, að sögn norskra fjölmiðla. Eldsvoði kom upp í orkuveri í bænum Kongsberg, skammt frá Ósló, sem olli því að rafmagnið fór af í rúmlega fimm þúsund heimilum í nágrenni borgarinnar.

Slökkvilið var umsvifalaust kallað á vettvang og náði tiltölulega fljótt tökum á eldinum. Þá varð nokkur seinkun á flugi frá Gardemoen-vellinum en allt flug er nú komið á áætlun. Vararafkerfi flugvallarins fór strax í gang og var rafmagni komið á um klukkustund síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert