Sorgmæddi ísbjörninn ekki fluttur

Ísbjörninn er sagður vera þunglyndur. Bæði býr hann við erfiðar …
Ísbjörninn er sagður vera þunglyndur. Bæði býr hann við erfiðar aðstæður fyrir dýr af sinni tegund, auk þess sem maki hans, Pelusa, lést úr krabbameini fyrir tveimur árum síðan Mynd/AFP

Hinn sorgmæddi ísbjörn Arturo, sem dvelur í dýragarði í steikjandi hita í Argentínu er of gamall til þess að hægt sé að flytja hann til Kanada, líkt og margir umhverfisverndarsinnar vilja gera. Undirskriftasöfnun er í gangi þar sem skorað er á forseta Argentínu að beita sér fyrir flutningunum.

Forstöðumaður dýragarðsins Mendoza, þar sem Arturo dvelur, segir að dýrið sé of sljótt og gamalt til þess að flutningar séu mögulegir. Forsvarsmenn dýragarðs í Winnipeg í Kanada hafa lýst yfir áhuga á að taka við dýrinu. 

Ísbjörninn er sagður vera þunglyndur. Bæði býr hann við erfiðar aðstæður fyrir dýr af sinni tegund, auk þess sem maki hans, Pelusa, lést úr krabbameini fyrir tveimur árum síðan. 

„Að flytja Arturo felur í sér of mikla áhættu. Hann er mjög náinn starfsmönnunum hérna. Við viljum bara að fólk hætti að trufla dýrið,“ segir Gustavo Pronotto, forstöðumaður dýragarðsins í Argentínu. 

Hópur dýralækna þar í landi hefur einnig gefið út álit sitt í málinu þar sem þeir telja að það besta í stöðunni sé ekki að flytja dýrið, þótt hitinn í Mendoza geti farið yfir 30 gráður á heitum dögum. 

Sjá frétt BBC

Sjá frétt mbl.is: Vilja flytja sorgmædda ísbjörninn

Ísbjörninn Arturo er sagður vera þunglyndur. Hann dvelur í dýragarði …
Ísbjörninn Arturo er sagður vera þunglyndur. Hann dvelur í dýragarði í Argentínu. Mynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert