8 börn meðal látinna á Gaza

Ófriðurinn á Gaza heldur áfram.
Ófriðurinn á Gaza heldur áfram. AFP

Að minnsta kosti 8 börn voru meðal þerra 10 sem létust þegar F16 orrustuþota skaut fjölda eldflauga á flóttamannabúðir í Gaza-borg. Þetta er haft eftir bráðaliðum á svæðinu.

Ísraelsher neitar að hafa ráðist á flóttamannabúðir og sakar þess í stað palestínska vígamenn um að skjóta eldflaugum að Ísrael og þær hafi lent á flóttamannabúðunum. 46 særðust í árásinni, þeirra á meðal mörg börn.

Nærstaddir íbúar sögðu í samtali við fréttamenn AFP-fréttastofunnar að fjölda eldflauga hefði verið skotið að vélknúnum léttvagni.

Talsmenn Ísraelshers þvertaka fyrir að hafa skotið á flóttamannabúðir og benda á að frá því að Hamas hóf eldflaugaárásis sínar 8. júlí hafi um 200 eldflaugar þeirra, sem skotið var að Ísrael, misst flugið og lent á Gaza.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert