Ebóla gæti breiðst út eins og skógareldur

Læknar ræða við manns sem grunur leikur á að hafi …
Læknar ræða við manns sem grunur leikur á að hafi smitast af ebólu. AFP

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hvetja ferðalanga til að fara um með gát á ferðum sínum í Vestur-Afríku í ljósi stærsta ebólufaraldurs í sögunni.

Frá því í mars á þessu ári hefur 1.201 tilfelli af ebóluveirunni komið upp og er dauði 672 rakinn til þessarar skæðu veiru.

Að vísu eru litlar líkur taldar á að ebólufaraldurinn nái út fyrir Vestur Afríku. Aðstæður geti hins vegar breyst mjög hratt. Stephan Monroe, yfirmaður sóttvarna- og heilbrigðiseftirlits Bandaríkjanna, segir að nauðsynlegt sé að gera ráð fyrir þeim möguleika að veikur ferðamaður kunni að bera veiruna með sér út fyrir Vestur-Afríku. 

Hann bendir á að faraldurinn í Líberíu hafi hafist eins og skógareldur sem kviknar út frá lítilli glóð. Ebóla er mjög banvæn veira og hefur gegnum tíðina drepið allt að 90% þeirra sem smitast af henni, þó svo að þær tölur séu nú nær 60%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert