Vildu fá að snúa vélinni til baka

AFP

 Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, segir að flugmenn vélar Air Algerie sem hrapaði í Malí fyrir helgi, beðið um að fá að snúa vélinni við áður en samband við flugumferðarstjórn rofnaði.

„Það sem við vitum fyrir víst er að veðrið var slæmt þessa nótt og að áhöfn vélarinnar hafði beðið um að fá að breyta um stefnu og snúa vélinni til baka áður en samband við hana rofnaði,“ sagði Fabius við blaðamenn í dag.

Frakkar hafa fengið flugrita vélarinnar til rannsóknar. Niðurstaða úr þeirri rannsókn gæti tekið nokkrar vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert