Einn látinn eftir jarðskjálfta í Mexíkó

AFP

Einn er látinn eftir að jarðskjálfti reið yfir Veracruz í Mexíkó í morgun. Skjálftinn mældist 6,3 og þurftu ferðamenn og íbúar að yfirgefa heimili sín og hótel. 

Sú sem lést í skjálftanum var eldri kona en hún féll þegar hún flúði heimili sitt í morgun. Þá er önnur kona slösuð en hún meiddist þegar hún var flutt frá sjúkrahúsi þar sem hún dvaldi. Svo virðist sem skjálftinn hafi ekki ollið miklum skemmdum á húsum á svæðinu.  

Rosalinda Gonzalez, 38 ára, flúði heimili sitt á náttfötunum í morgun. „Dóttir mín fór að gráta og þegar ég stóð upp tók ég eftir hristingnum þar sem vaggan hennar hreyfðist,“ sagði hún í samtali við AFP-fréttaveituna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert