Fá upplýsingar vegna hraps MH17

Frá brotlendingarstað vélar Malaysia Airlines, flugleið MH17, á engi nærri …
Frá brotlendingarstað vélar Malaysia Airlines, flugleið MH17, á engi nærri þorpinu Grabove, í Donetsk-héraði. AFP

Hollenska lögreglan hefur fengið 150 myndir og myndbönd frá fólki sem telur sig geta veitt vísbendingar um hrap malasísku farþegaþotunnar MH17. Vísbendingarnar hafa komið í gegnum fjórar gáttir: enska, hollenska, rússneska og úkraínska.

Hollendingar fara með rannsóknina á hrapi MH17 en vélin var á leið frá Amsterdam til Kulala Lumpur og voru 193 hollenskir ríkisborgarar um borð. Alls létust 298 einstaklingar þegar vélin var skotin niður, að því er talið er af aðskilnaðarsinnum hliðhollum Rússum.

Óskað var eftir því að fá upplýsingar, myndir eða myndbönd af vélinni fyrir og eftir hrapið til þess að geta fengið heildræna mynd af atburðinum. Sérstakt vefsvæði á fjórum tungumálum var sett upp á föstudag og hafa síðan 150 myndir og myndbönd borist. „Við vitum ekki enn hvaðan myndirnar eru en við vitum að allar fjórar tungumálagáttir voru notaðar,“ segir Franki Klarenbeek, talskona rannsóknarinnar, við AFP-fréttaveituna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert