Fyrrverandi ráðherra í Kína sætir rannsókn

Zhou Yongkang ásamt kínverskum lögreglumönnum - Zhou sætir rannsókn vegna …
Zhou Yongkang ásamt kínverskum lögreglumönnum - Zhou sætir rannsókn vegna meintra agabrota. AFP

Fyrrverandi öryggismálaráðherra Kína, Zhou Yongkang, sætir nú rannsókn vegna gruns um „alvarlegt agabrot,“ segja innlendir ríkisfjölmiðlar. Þegar talað er um slík brot í kínverskum fjölmiðlum er oftast átt við grun um spillingu.

Fréttirnar staðfesta orðróma sem höfðu gengið um ráðherrann fyrrverandi, sem hefur ekki sést á almannafæri svo mánuðum skiptir. Þá hefur hann verið grunaður í nokkurn tíma og áður hefur komið til dauðadóms vegna meintrar tengingar við hann.

Zhou Yongkang varð gríðarlega valdamikill maður á ferli sínum en hann byrjaði sem sérfræðingur á olíusvæði til Kína og reis þaðan til metorða. Auk þess að hafa verið yfirmaður kínverska öryggismálaráðuneytisins var hann meðlimur forsætisnefndar landsins, sem fer með æðsta framkvæmdavald þess. 

Aðgerðir vegna rannsóknarinnar eru reiðarslag fyrir pólitíska yfirstétt landsins, samkvæmt frétt BBC. Margir undirmenn Zhou Yongkang sæta einnig rannsókn. 

Zhou Yongkang fór frá störfum seinni hluta árs 2012, þegar Xi Jinping komst til valda sem forseti Kína. Síðan þá hefur Xi kynnt til leiks ýmsar ráðstafanir gegn spillingu innan kínverska kommúnistaflokksins. Þykja aðgerðir rannsóknarinnar sýna staðfestu Xi í að koma andstæðingum sínum fyrir kattarnef og hreinsa ímynd flokksins.

Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Sjá einnig samantekt BBC um ráðherrann fyrrverandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert