Tveir hlébarðaungar komu í heiminn

Hlébarði frá Sri Lanka.
Hlébarði frá Sri Lanka. AFP

Tveir sjaldgæfir hlébarðaungar frá Sri Lanka komu í heiminn í dýragarði í norðurhluta Frakklands þann 1. júlí sl. Talið er að aðeins um 700 hlébarðaa af þessari tegund  sé að finna í heiminum í dag.

Um 60 slík dýr eru í tuttugu dýragörðum víða í Evrópu en nokkur hætta steðjar að þeim úti í náttúrunni, aðallega vegna eyðingu skóga og veiðiþjófa.

Hvor ungi vóg um tvö kíló. Um 300 dýr eru í dýragarðinum sem er nærri landsmærum Frakklands og Belgíu. Þar má meðal annars finna asíska fíla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert