Zuma skipaði dóttur sína í ráðuneytisstöðu

Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku.
Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku. Mynd/AFP

Jacob Zuma, forsti Suður-Afríku, hefur skipað 25 ára gamla dóttur sína sem ráðuneytisstjóra póst- og fjarskiptamálaráðuneytisins. Starfið var ekki auglýst og gagnrýnendur hafa bent á að Thuthukile Zuma, dóttir Jacobs, hafi ekki tilskylda menntun til þess að gegna slíkri stöðu.

Sem ráðuneytisstjóri fær Thuthukile um 55 þúsund sterlingspunda á ári. Aðeins mánuði áður en hún var skipuð gaf hagstofan í Suður-Afríku út tölur yfir atvinnuleysi á meðal ungs fólks, og reyndist það vera um 36%. Margir gagnrýnendur setja ráðninguna í samhengi við atvinnuleysið. Á samskiptavefnum Twitter voru margir sem tjáðu reiði sína. 

„Ég er 25 ára gamall og er með meiri menntun og reynslu en Thuthukile. En faðir minn er hins vegar bara venjulegur maður en ekki forseti,“ skrifar einn notandi. 

„Ráðningin á Thuthukule gerir mig svo reiðann. Ég er ekki að segja að þú getir ekki notið velgengni á svona ungum aldri, en þú átt að þurfa að hafa fyrir því,“ skrifar annar notandi. 

Stjórnaandstöðuflokkarnir hafa gert sér mat úr ráðningunni og hafa krafist þess að opinberað verði hvaða kröfur voru gerðar til umsækjenda stöðunnar, og hvaða reynslu Thuthukile hefur sem réttmætir ráðninguna. 

Thuthukile Zuma útskrifaðist úr einum af bestu háskólunum í Suður-Afríku, og hafa margir bent á að hún sé afar efnileg ung kona. Eftir að hún lauk bakkalárgráðu í mannfræði hóf hún störf í höfuðstöðvum ANC, stjórnmálaflokks Zumas. Síðar fór hún að starfa hjá Þjóðaröryggisstofnun Suður-Afríku. 

Sjá frétt The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert