Eldar loga í Yosemite-þjóðgarðinum

Slökkviliðsmenn börðust einnig við skógarelda í Yosemite fyrir um ári …
Slökkviliðsmenn börðust einnig við skógarelda í Yosemite fyrir um ári síðan. AFP

Skógareldar ógna nú nokkrum af hæstum trjám heims í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. Eldurinn, sem kviknaði á laugardag, hefur skilið eftir sig 1,234 hektara af sviðinni jörð. Svæðið er vinsæll áfangastaður ferðamanna.

Rúmlega átta hundruð slökkviliðsmenn og sjö þyrlur hafa verið kallaðar út vegna eldsins. Ekki hefur tekist að ná tökum á eldinum og ógnar hann nú sjaldgæfum trjám og einnig nokkrum af hæstu trjáum í heiminum.

Heitt hefur verið á svæðinu að undanförnu en hitinn hefur farið upp í 40 gráður. 

Slökkviliðsmenn börðust einnig við skógarelda í Yosemite fyrir um ári síðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert