Hefur nú dvalið eitt ár í Rússlandi

Bandarískri uppljóstrarinn Edward Snowden.
Bandarískri uppljóstrarinn Edward Snowden. AFP

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden hefur í dag dvalið í eitt ár í Rússlandi en hann hlaut pólitískt hæli í landinu síðasta sumar. Til að byrja með dvaldi hann í einn mánuð á flugvellinum en eftir það hefur lítið til hans sést. Ekki er vitað hvar hann dvelur í landinu.

Síðast birtist mynd af Snowden í rússneskum fjölmiðlum í desember á síðasta ári. Þar mátti sjá hann í bát á á í Moskvu, klæddan rauðum bol. Þá birtist einnig mynd af Snowden sem sýndi hann versla í matvöruverslun. Lögfræðingur hans, Anatoli Kucherena, sagði að myndin væri ekki fölsuð.

Lögfræðingur Snowden sagði á þriðjudaginn að uppljóstrarinn óttaðist enn um líf sitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert